Sveitasæla
Við fórum í sveitina, ég og Gústi, um helgina. Við gripum með okkur tvo Atla, fengum lánaðan bíl og keyrðum vestur á Ólafsvík þar sem ein lítil snót að nafni Jóhanna hélt upp á tvítugsafmælið sitt. Þetta var svo gaman og við fengum svo gott veður að okkur langaði bara að skrópa í vinnunni í svona viku og vera áfram. Við tjölduðum í garðinum. Það voru ekkert voðalega margir gestir en þó um 15.... Þetta var svo gaman, Jóhanna!! Þú verður að gera þetta aftur næsta sumar.
Ég var að tala við litla stelpu á róló í dag.
Hún: Ég er með lausa tönn, ég er búin að missa tvær!
Ég: er það? Frábært! Þú verður að passa fullorðinstennurnar vel.
Hún: Já, ég veit, sjáðu það eru að koma tvær!
Ég: já, því þú þarft að nota þær alla þína ævi...
Hún: NEEEI!!! Þá verð ég löngu dauð!!!
Já, börnin okkar eru snillingar ;)
skrifað af Runa Vala
kl: 12:30
|